Dánarbætur

DÁNARBÆTUR
Dánarbætur greiðast dánarbúi látins sjóðsfélaga á bankareikning eftirlifandi maka, foreldris eða barns látins sjóðsfélaga.

1. VEGNA FÉLAGSMANNS SEM VAR Á LAUNASKRÁ VIÐ ANDLÁT

a) Heimilt er að greiða dánarbætur til dánarbús sjóðsfélaga sem fellur frá í starfi, er yngri en 70 ára og lætur eftir sig maka og börn. Eingreiddar dánarbætur til virks greiðandi sjóðsfélaga skulu nema kr. 180.000,- enda hafi iðgjöld verið greidd í a.m.k. 6 mánuði samfellt fyrir andlát hans.
b) Dánarbætur virks og greiðandi sjóðsfélaga sem greitt hefur verið af í a.m.k. 5 ár samfellt skulu vera kr. 370.000,-

2. AÐRAR DÁNARBÆTUR – FÉLAGSMENN HÆTTIR STÖRFUM VEGNA ALDURS/ÖRORKU

Við andlát manns sem ekki er á vinnumarkaði en var sjóðsfélagi við starfslok og greitt hafði a.m.k. 5 árs samfellt til sjóðsins fyrir starfslok eru dánarbætur kr. 110.000,-

Gögn sem þurfa að fylgja umsókn:
  • Yfirlit um framvindu skipta, fæsta hjá sýslumanni
  • Umboð frá örðum erfingjum til þess er tekur við við greiðslunni ef erfingjar eru fleiri en einn. Á þó ekki við ef viðkomandi sjóðsfélagi lætur eftir sig maka
Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu