Dagpeningar & styrkir

Upplýsingar

  • Sjúkra- og endurþjálfun hjá löggildum sjúkraþjálfara, vísað af lækni.
    100% hlutur félagsmanns, hámark 25 skipti miðað við fullt starf.
  • Heilsustofnun. 50% allt að 1.755 kr. á dag í 42 daga.
  • Heilsuefling ( líkhamrækt ). 80% af kostnaði félasmanns allt að 70.000 kr. á ári miðað við fullt starf.
  • Áfengismeðferð. Sjúkradagpeningar, 8.750 kr. á dag, hámark 45 dagar. Einn styrkur. Félagsmaður þarf að hafa verið í félaginu samfleitt í 12 mánuði.
  • Meðferð til að hætta reykingum. 152.100 kr. Einn styrkur. Félagmaður þarf að hafa verið samfleytt í félaginu í 12 mánuði.
  • Krabbameinsskoðun. 100 % af hlut félagsmans.
  • Gleraugnastyrkur. 55.000 kr. á 3ja ára fresti.
  • Heyrnatæki. 200.000 kr. á 5 ára fresti.
  • Skoðun hjá Hjartavernd. Er greidd að fullu. Beyðni þarf og hana nálgist þið á skrifstofu félagsins.
  • Augnaðgerð. 

    80 % af hlut félagsmanns allt að 400.000 kr. Einn styrkur. Félagsmaður þarf að hafa verið samfleytt í félaginu 24 mánuði.

  • Tæknifrjóvgun. 210.000 kr. Einn styrkur. Félagsmaður þarf að hafa verið samfleytt í félaginu í 24 mánuði.

  • Göngugreining. 35.000 kr.

  • Vegna langveikra barna og maka. Sjúkradagpeningar í einn mánuð
  • Sjúkrakostnaður. 50 % af kostnaði. Hámárks greiðsla er kr. 60.000. Ekki er endurgreit vegna lyfjakaupa og tannlæknaskostnaðar.
  • Sálfræðikostnaður. Fellur undir styrkin sjúkrakostnaður og lýtur sömu reglum.

Sjóðsfélagar geta sóttu um styrki til Styrktar- og sjúkrasjóðs SÍ þó að greiðslur þeirra falli ekki undir neitt að ofangreindum styrkjum.
ATH. Greiða þarf staðgreiðsluskatt af öllum styrkjum úr sjóðnum nema af fyrstu 55.000 kr. af Heilsuefling ( líkamrækt ).

 

Ef sækja skal um dagpeninga eða aðra styrki skal prenta og fylla út viðeignadi eyðublað og skila til Sjómannafélags Íslands ásamt þeim fylgigögnum sem óskað er eftir. Ef umsókn er send með tölvupósti, þá skal senda á umsokn@sjomenn.is Umsóknir eru afgreiddar um miðjan og lok hvers mánaðar. Ath. umsóknir vegna dagpeninga þarf að endurnýja mánaðarlega.

Reglugerð styrktar- og sjúkrasjóðs

  1. gr.
    Nafn sjóðsins er Styrktar- og  sjúkrasjóður Sjómannafélags Íslands, skammstafað Styrktar-og sjúkrasjóður SÍ.
    Heimili hans , varnarþing og afgreiðsla er á skrifstofu Sjómannafélags Íslands.
    2. gr.
    Markmið Sjóðsins er að styrkja félagsmenn Sjómannafélags Íslands, sem missa vinnutekjur vegna veikinda eða slysa, með því að greiða þeim dagpeninga í slysa- og veikindatilfellum.
    3. gr.
    Tekjur sjóðsins eru:
    •    A. Samningsbundin gjöld atvinnurekenda.
    •    B. Gjöld einstaklinga samkvæmt b - lið 4. gr.
    •    C. Vaxtatekjur.
    •    D. Aðrar tekjur.
    4. gr.
    Rétt til dagpeninga og styrkja úr sjóðnum eiga fullgildir félagar í Sjómannafélagi Íslands sem greitt hafa til sjóðsins samfellt í að minnsta kosti 6 mánuði á síðastliðnum 12 mánuðum. Fjárhæð dagpeninga miðast við starfshlutfall og starfstíma. Rétt til dagpeninga öðlast viðkomandi frá þeim tíma er samningsbundinni eða lögboðinni kaupgreiðslu lýkur.
    Afsali sjóðsfélagi eða sækir ekki rétt sinn til samnings- eða lögbundinnar kaupgreiðslu frá launagreiðanda byrjar réttindatímabil hans hjá sjóðnum ekki að telja fyrr en að loknu því tímabili. Dagpeningar greiðast eftir að sjóðsfélagi hefur verið launalaus í a.m.k. 5 daga samfellt eða lengur, en þá fær hann greitt frá þeim degi er launagreiðslum líkur. Dagpeningar greiðast að hámarki í 6 mánuði.
    Rétt til dagpeninga öðlast sjóðsfélagi ekki ef hann á rétt á greiðslum fyrir tímabundið tekjutap á grundvelli skaðabótalaga, nema skaðabætur greiðist ekki að fullu. Réttur til dagpeninga fellur niður ef sjóðsfélagi öðlast rétt á greiðslu frá Tryggingastofnun ríkisins eða lífeyrissjóði. Verði sjóðsfélagi af tekjum að hluta vegna veikinda eða slyss skulu greiðslur úr sjúkrasjóði nema að hámarki því sem munar á tekjum sjóðsfélagans og hámarksgreiðslu dagpeninga. 
    Aðrar greiðslur: stjórn sjóðsins er heimilt að styrkja félagsmenn vegna sjúkra- og endurhæfingarkostnaðar.
    Endurgreiðslur eru háðar því að greitt hafi verið 12 mánuði í sjóðinn.
    5. gr.
    Dagpeningar greiðast mánaðarlega samkvæmt þeim ákvæðum sem sett eru í reglugerð þessari.
    6. gr.
    Réttindi ávinnast ekki í Sjúkrasjóði SÍ með greiðslum af atvinnuleysisbótum nema hjá þeim sem voru félagar í SÍ þegar þeir misstu vinnu og sóttu um atvinnuleysisbætur. Í þeim tilfellum skulu dagpeningar jafngilda atvinnuleysisbótum.
    7. gr.
    Allar umsóknir skul ritaðar á þar til gerð eyðublöð er sjóðsstjón lætur umsækjendum í té. Skylt er sjóðsfélaga að leggja fram sjúkradagpeningavottorð með umsókninni innan viku er tilgreini þann dag sem slysið eða veikindin bar að höndum. Þá er bótaþega og skylt að leggja fram sjúkradagpeningavottorð, er tilgreini þann dag, þegar hann varð aftur vinnufær. Heimilt er stjórn sjóðsins að krefjast þess að umsækjandi um dagpeninga, eða bótaþegi, leggi fram vottorð frá sérstökum trúnaðarlækni sjóðsins. Greiðsla dagpeninga fyrnist, sé hennar ekki vitjað innan 2ja mánaða frá því lögbundinum og / eða samningsbundnum greiðslum lauk, en þó getur sjóðsstjórn veitt undanþágu frá þessum ákvæðum, ef sjóðsfélagi veikist eða slasast erlendis og ekki komist heim af þeim sökum. Réttur til styrkja skv. reglugerð þessari fellur að öðru leyti niður sé þeirra ekki vitjað innan 12 mánaða frá því að réttur stofnaðist.
    8. gr.
    Þegar farsóttir geysa, getur sjóðsstjórnin leyst sjóðinn frá greiðsluskyldum sínum um stundarsakir. Sjóðsstjórnin getur einnig ákveðið að lækka upphæð dagpeninga um stundarsakir, en þá ekki yfir skemmri tíma en 6 mánuði, ef afkomu sjóðsins virðist hætta búin.
    9. gr.
    Allur kostnaður við rekstur sjóðsins skal greiddur úr honum sjálfum.
    Árlegan kostnað vegna afgreiðslu og skrifstofuhalds skal ákveða með samkomulagi milli sjóðsstjórnar og stjórnar SÍ, þó eigi síðar en í desember ár hvert.
    10. gr.
    Hafi umsækjandi verið fullgildur aðili í sjúkrasjóði annars félags innan ASÍ, er heimilt að veita honum aðild að Sjúkrasjóði SÍ.
    11. gr.
    Stjórn SÍ gerir tillögu um stjórn sjóðsins sem skipuð er 3 mönnum og 3 til vara, og eru þeir kosnir á aðalfundi Sjómannafélags Íslands.
    Kjörtímabil stjórnar sjóðsins fylgir kjörtímabili stjórnar SÍ.
    Reikningar sjóðsins skulu liggja áritaðir frammi á skrifstofu SÍ sjö dögum fyrir aðalfund SÍ.
    Löggiltir endurskoðendur og félagslegir skoðunarmenn skulu vera þeir sömu og hjá félagssjóði SÍ, og kosnir samkvæmt lögum SÍ.
    12. gr.
    Sjóðsstjórnin ákveður árlega eigi síðar en í janúar um upphæðir dagpeninga og styrkja, sem og lengd timabila sem notuð eru til útreikninga á réttindum.
    Stjórn sjóðsins annast vörslu hans og ávöxtun. Heimilt er að ávaxta fé sjóðsins með kaupum á verðabréfum, tryggðum með öruggu fasteignaveði. Þá er heimilt að verja fé sjóðsins til kaupa eða byggingar félagshúss Sjómannafélags Íslands, enda sé sjóðurinn þá eigandi hússins að því leyti.
    Ávallt skal þess gætt að ráðstöfun á fé sjóðsins brjóti ekki í bága við tilgang hans og verkefni
    13. gr.
    Reglugerð þessari má einungis breyta á aðalfundi SÍ samkvæmt  27. gr. félagslaga.
     
    Lögin eru þannig samþykkt á aðalfundi SR þann 29. desember 2006.
     
    Styrkir úr styrktar- og sjúkrasjóði Sjómannafélags Íslands
    Réttur til dagpeninga fellur niður þegar...
    Sjóðsfélagi öðlast rétt til töku elli-, örorku- eða endurhæfingarlífeyris frá Tryggingastofnun og/eða lífeyrissjóði eða fær bótagreiðslur frá tryggingafélagi, aða verður vinnufær á ný.
    • Sjóðfélagi er skylt að láta starfsmenn sjóðsins vita ef/þegar bótagreiðslur hefjast samkvæmt ofanrituðu eða hann hefur störf að nýju eftir veikindi/slys.
    • Ofgreidda sjúkradagpeninga ber sjóðfélaga að endurgreiða sjóðnum.
    Upphæð sjúkra- og slysadagpeninga
    Sjúkra- og slysadagpeningar skulu vera 80% af meðallaunum, enda komi ekki greiðsla vegna tímabundinnar örorku samkvæmt ábyrgðartryggingu fyrir sama tímabil. Greiðslur sjúkradagpeninga skulu miðast við meðallaun bótaþega, miðað við greiðslur til félags- og sjúkrasjóðs Sjómannafélag Íslands, síðustu 6 mánuði áður en launagreiðslur féllu niður. Ef verulegar breytingar hafa orðið á launum viðkomandi síðustu 6 mánuði, er heimilt að meta tekjurnar sérstaklaga og þá yfir lengra tímabil. Meðallaun þeirra sem greitt hafa skemur en 6 mánuði til Styrktar- og sjúkrasjóðs SÍ reiknast á eftirfarandi hátt:
    • Til að finna meðallaun viðkomandi skal miða við fjölda mánaða sem greitt hefur verið í Styrktar- og sjúkraskjóð SÍ.
    • Meðallaun þeirra ekki hafa greitt sem svarar lágmarksgjaldi til Styrktar- og sjúkrasjóðs SÍ skal finna með því að deila í laun á viðmiðunartímabili með 6 mánuðum, þó svo að greitt hafi verið skemur en 6 mánuði.
    Hámark greiðslna dagpeninga  úr Styrktar- sjúkrasjóð SÍ er 80% af meðallaunum síðustu 6 mánuða hæðst 390.000 kr en eftir 5 ára samfellda félagsaðild  470.000 kr.

 

Sjúkra- og slysadagpeningar

Sjúkra- og slysadagpeningar skulu vera 80% af meðallaunum, enda komi ekki greiðsla vegna tímabundinnar örorku samkvæmt ábyrgðartryggingu fyrir sama tímabil. Greiðslur sjúkradagpeninga skulu miðast við meðallaun bótaþega, miðað við greiðslur til félags- og sjúkrasjóðs Sjómannafélag Íslands, síðustu 6 mánuði áður en launagreiðslur féllu niður. Ef verulegar breytingar hafa orðið á launum viðkomandi síðustu 6 mánuði, er heimilt að meta tekjurnar sérstaklaga og þá yfir lengra tímabil. Meðallaun þeirra sem greitt hafa skemur en 6 mánuði til Styrktar- og sjúkrasjóðs SÍ reiknast á eftirfarandi hátt:
• Til að finna meðallaun viðkomandi skal miða við fjölda mánaða sem greitt hefur verið í Styrktar- og sjúkraskjóð SÍ.
• Meðallaun þeirra ekki hafa greitt sem svarar lágmarksgjaldi til Styrktar- og sjúkrasjóðs SÍ skal finna með því að deila í laun á viðmiðunartímabili með 6 mánuðum, þó svo að greitt hafi verið skemur en 6 mánuði.
Hámark greiðslna dagpeninga  úr Styrktar- sjúkrasjóð SÍ er 80% af meðallaunum síðustu 6 mánuða hæðst 390.000 kr en eftir 5 ára samfellda félagsaðild  570.000 kr.

Útfararstyrkur

Úrfararstyrkur greiðast dánarbúi látins sjóðsfélaga  á bankareikning eftirlifandi maka, foreldris eða barns látins sjóðsfélaga.
1.    VEGNA FÉLAGSMANNS SEM VAR Á LAUNASKRÁ VIÐ ANDLÁT
a)    Heimilt er að greiða úrfararstyrk til dánarbús sjóðsfélaga sem fellur frá í starfi, er yngri en 70 ára og lætur eftir sig maka og börn. Útfararstyrkur til virks greiðandi sjóðsfélaga skal nema kr. 180.000,- enda hafi iðgjöld verið greidd í a.m.k. 6 mánuði samfellt fyrir andlát hans.
b)    Útfararstyrkur virks og greiðandi sjóðsfélaga sem greitt hefur verið af í a.m.k. 5 ár samfellt skal vera kr. 500.000,-
2.    FÉLAGSMENN HÆTTIR STÖRFUM VEGNA ALDURS/ÖRORKU
Við andlát manns sem ekki er á vinnumarkaði en var sjóðsfélagi við starfslok og greitt hafði a.m.k. 5 árs samfellt til sjóðsins fyrir starfslok eru útfararstyrkur kr. 110.000,-
Gögn sem þurfa að fylgja umsókn:
•    Yfirlit um framvindu skipta, fæsta hjá sýslumanni.
•    Umboð frá örðum erfingjum til þess er tekur við við greiðslunni ef erfingjar eru fleiri en einn. Á þó ekki við ef viðkomandi sjóðsfélagi lætur eftir sig maka.

Aðrir styrkir (gleraugu, líkamsrækt, heyrnatæki ofl.)

  • Sjúkra- og endurþjálfun hjá löggildum sjúkraþjálfara, vísað af lækni.
    100% hlutur félagsmanns, hámark 25 skipti miðað við fullt starf.
  • Kírópraktor: Endurgreitt 75% af kostnaði, 20 tímar að hámarki á ári. Hámarksgreiðsla á ári er 120.000 kr.
  • Heilsustofnun: 50% allt að 1.755 kr. á dag í 42 daga.
  • Heilsuefling ( líkhamrækt ): 80% af kostnaði félasmanns allt að 70.000 kr. á ári miðað við fullt starf.
  • Áfengismeðferð: Sjúkradagpeningar, 8.750 kr. á dag, hámark 45 dagar. Einn styrkur. Félagsmaður þarf að hafa verið í félaginu samfleitt í 12 mánuði.
  • Meðferð til að hætta reykingum: 152.100 kr. Einn styrkur. Félagmaður þarf að hafa verið samfleytt í félaginu í 12 mánuði.
  • Krabbameinsskoðun: 100 % af hlut félagsmans.
  • Gleraugnastyrkur: 55.000 kr. á 3ja ára fresti.
  • Heyrnatæki: 200.000 kr. á 5 ára fresti.
  • Skoðun hjá Hjartavernd. Er greidd að fullu. Beyðni þarf og hana nálgist þið á skrifstofu félagsins.
  • Augnaðgerð: 

    80 % af hlut félagsmanns allt að 400.000 kr. Einn styrkur. Félagsmaður þarf að hafa verið samfleytt í félaginu 24 mánuði.

  • Tæknifrjóvgun: 210.000 kr. Einn styrkur. Félagsmaður þarf að hafa verið samfleytt í félaginu í 24 mánuði.

  • Göngugreining: 35.000 kr. 

  • Vegna langveikra barna og maka. Sjúkradagpeningar í einn mánuð
  • Sjúkrakostnaður. 50 % af kostnaði. Hámárks greiðsla er kr. 60.000 á ári. Ekki er endurgreit vegna lyfjakaupa og tannlæknaskostnaðar.
  • Sálfræðikostnaður. Fellur undir styrkin sjúkrakostnaður og lýtur sömu reglum.

Sjóðsfélagar geta sóttu um styrki til Styrktar- og sjúkrasjóðs SÍ þó að greiðslur þeirra falli ekki undir neitt að ofangreindum styrkjum.
ATH. Greiða þarf staðgreiðsluskatt af öllum styrkjum úr sjóðnum nema af fyrstu 65.000 kr. af Heilsuefling ( líkamrækt ).

 

Námsstyrkir

Úthlutunarreglur: ATH. NÁMSSTYRKIR ERU GREIDDUR ÚT Í LOK MÁNAÐAR.
Einstaklingsstyrkir til náms/námskeiðs:
1.    Félagsmaður, sem unnið hefur fullt starf í a.m.k. sex mánuði sl. 12 mánuði, og greitt til SÍ á þeim tíma á rétt á stuðningi til náms.
2.    Við greiðslu náms/námskeiðs skal skila reikningi/kvittun frá viðkomandi fræðslustofnun til skrifstofu Sjómannafélags Íslands.
3.    Að fullnægðum ofangreindum skilyrðum kemur til greiðslu á styrk til viðkomandi.
4.    Foreldrar í fæðingar- eða foreldraorlofi geta nýtt sér áunnin rétt skv. 1. gr. ef þeir velja að greiða stéttarfélagsgjöld á meðan á orlofi stendur.
5.    Félagsmenn í atvinnuleit halda áunnum rétti sínum eins og hann var við starfslok ef þeir velja að greiða stéttarfélagsgjöld af atvinnuleysisbótum.
6.    Sá sem hverfur frá vinnu vegna aldurs og greitt hefur til félagsins síðustu 5 ár heldur rétti sínum til styrks næstu 5 ár eftir starfslok.

Upphæð styrks:
Greitt er að hámarki 130.000.- kr.í styrk á ári fyrir hvern félagsmann í almenna styrki, 100.000 krónur í meiraprófsstyrk.Hver einstaklingur getur einungis fengið slíkan styrk einu sinni. Ekki skiptir máli hvort allir fjórir þættir aukinna ökuréttinda séu teknir.
Aldrei er þó greitt meira en sem nemur 75% af námskeiðskostnaði.
Frístunda/tómstundanámskeið
Sjómennt veitir styrki vegna tómstundanámskeiða ýmis konar og er endurgreiðsla vegna þeirra 50% af kostnaði en aldrei hærri en kr. 18.000.- á ári og dregst jafnframt af heildarupphæð einstaklingsstyrks þess árs.
Styrkir til kaupa á hjálpartækjum fyrir lestrar-og ritstuðning
Félagsmenn sem eru lesblindir eða eiga við lestrar-og ritörðugleika að stríða geta sótt um allt að 75% styrk vegna kaupa á hjálpartækjum ætluðum til stuðnings við lestur og skrift. Heildarstyrkur miðast við hámarksupphæð skv. almennum reglum sjóðsins eða kr. 130.000.-
 
Til almennra styrkja teljast
• Nám og námskeið í vélstjórn og skipstjórn ( t.d. 30 tonna réttindi, vélagæslunámskeið )
• Netagerðarnámskeið
• Starfsmennt, sérhæft nám og námskeið frá viðurkenndum fagskólum ( t.d. Fjöltækniskólanum,             Iðnskólanum, Rafiðnaðarskólanum, Fræðslustöðvum iðnaðarins )
• Almenn nám sem ekki telst tómstundarnám við öldungadeildir, framhaldsskóla, fjölbrautarskóla,             iðnskóla, námsflokka, kvöldskóla, símenntunarmiðstöðvar
• Fyrsta önn í námi við framhaldsskóla og háskóla
• Einingarbært nám og það nám er tengist starfi viðkomandi
• Tölvunám
• Tungumálanám
• Lesblindugreining og námskeið vegna lesblindu og lestrarörðuleika
• Aukin ökuréttindi og vinnuvélanámskeið
• Sjálfstyrkinganámskeið frá viðurkenndum kennsluaðilum
• Matsveinanámskeið

Með umsókninni þarf að fylgja frumrit kvittana og staðfesting um námslok (einkunnir eða skirteini).

Endurgreiðslur eru greiddar út í lok hvers mánaðar.

Endurgreiðsla orlofssjóðs

Sjómannafélag Íslands niðurgreiðir leigu á fellihýsum og tjaldvögnum, leigu á tjaldsvæðum, bænda- eða hótelgistingu innanlands á tímabilinu 15. maí til 15. sept. um kr. 15.000 gegn framvísun á löglegri kvittun frá leigusala. Einnig má nota þessa endurgreiðslu til kaupa á útilegukortinu eða veiðikortinu.

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu