Stjórn Sjómannafélags Íslands fordæmir áætlanir stjórnvalda um fjársvelti Hafrannsóknarstofnunarinnar
Mikilvægi hafrannsókna við Ísland ætti að vera öllum ljóst, þar sem sjávarútvegur hefur fram til þessa verið undirstöðuatvinnugrein landsmanna.
Félagið gerir kröfu til stjórnvalda að hlúð sé að hafrannsóknum með myndarskap ,svo að hafrannsóknir okkar séu sá grundvöllur nýtingar sjávarfangs sem best verður á kosið og rannsóknirnar verði hafðar yfir allan vafa.
Á skipum Hafrannsóknastofnunarinnar eru þrautþjálfaðar áhafnir með áratuga starfsreynslu. Komi til uppsagna þeirra er hætt við að óbætanlegt tjón hljótist af.
Stjórn Sjómannafélags Íslands