Fréttir / Maí / 2019

16. maí 2019

Sjómannadagurinn

Knattspyrnumót Sjómannadagsins verður haldið laugardaginn 1. júní á gervigrasvellinum í Laugardal, verði næg þátttaka. Þær áhafnir sem hafa áhuga á að taka þátt, skrái sig með því að senda póst á bergur@sjomenn.

16. maí 2019

Framboðsfrestur

Vegna kjörs stjórnar, stjórnar matsveinadeildar og trúnaðarmannaráðs. Listar þurfa að hafa borist kjörstjórn fyrir kl. 12 föstudaginn 31. maí 2019. á skrifstofu félagsins Skipholti 50 d. Listi þarf að innihalda: Sjö aðalmenn og þrjá varamenn til stjórnar, þrjá aðalmenn og tvo varamenn til stjórnar matsveinadeildar, níu menn í trúnaðarmannaráð og allt að tuttugu og fjórir varamenn.

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu