Sjómannafélag Íslands

Framkvæmdir við Snæfoksstaði

snaefoksstadir.jpgFramkvæmdum við Snæfoksstaði miðar vel áfram og er áætlað að þeim ljúki um miðjan mánuðinn. Nú í dag þann 4. maí er búið að reisa gestahúsið og tengja það við aðalhúsið með stórum palli. Nýr heitur pottur verður settur niður á milli húsanna, og er því stutt úr baðherbergjum úr báðum húsunum í pottinn. Verið er að setja upp nýtt grindverk á pallinn og verður hann lokaður með hliði og því þægilegt að vera með lítil börn á Snæfokkstöðum. Einnig á eftir að laga bílastæðin og verður þeim fjölgað.  Meðfylgandi myndir voru teknar á fimmtudaginn í síðustu viku og er mikið búið að byggja síðan.

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu