28. desember 2016
Fundum aflýst
Fyrirhuguðum fundum á austur- og norðurlandi er aflýst þar sem ekki hefur verið hægt að fljúga milli landshluta. Ekki hefur verið ákveðið um framhaldið en fylgist með okkur hér, eða á facebook síðu félagsins.
Fyrirhuguðum fundum á austur- og norðurlandi er aflýst þar sem ekki hefur verið hægt að fljúga milli landshluta. Ekki hefur verið ákveðið um framhaldið en fylgist með okkur hér, eða á facebook síðu félagsins.
Skv. ákvörðun stjórnar 11. maí sjóðs ( verkfallssjóðs ) verða verkfallsbætur jafnar kauptryggingu háseta. Greitt verður frá og með 2. janúar 2017, og fyrsta greiðsla verður greidd 9. janúar 2017. Umsóknarform verður komið á heimasíðu félagins 28. desember og verður umsókn að hafa borist eigi síðar en 7. janúar.
Fundur með farmönnum þriðjudaginn 27. des. kl. 16.00 á skrifstofu félagsins Fundur með fiskimönnum á Neskaupstað miðvikudaginn 28. des. kl. 17.00 á Hótel Capitano. Fundur með fiskimönnum á Akureyri fimmtudaginn 29. des.
Fundur með farmönnum þriðjudaginn 27. des. kl. 16 á skrifstofu félagsins.
Atkvæðagreiðsla um vinnustöðvun sem hefjast á kl. 17.00. 16.janúar 2017 á skipum Eimskipafélagsins er hafin. Atkvæðagreiðslunni lýkur kl. 12. 4. janúar 2017.
Kjarafundur verður haldin á Grand Hótel, Sigtúni 38 Rvk. Fundurinn verður haldinn í Hvammi kl. 15;00 mánudaginn 19. des.
Samningur fiskimanna felldur með 86% greiddra atkvæða. Verkfall hefst kl. 20 í kvöld. Miðvikudaginn 14. des.
Af gefnu tilefni þá hefur ekki verið tekin ákvörðun um frestun verkfalls. Talning kjörseðla um kjarasamning liggur fyrir uppúr hádegi á miðvikudag. Þegar niðurstaða kosningar liggur fyrir verður tekin ákvörðun um áframhaldið.