Frestun, ekki frestun
Af gefnu tilefni þá hefur ekki verið tekin ákvörðun um frestun verkfalls. Talning kjörseðla um kjarasamning liggur fyrir uppúr hádegi á miðvikudag. Þegar niðurstaða kosningar liggur fyrir verður tekin ákvörðun um áframhaldið.
Samkvæmt lögum um Stéttafélög og vinnudeilur er heimilt að fresta verkfalli um 28 daga, tilkynna þarf gagnaðila með þriggja sólarhringa fyrirvara en með samþykki beggja aðila er mögulegt að fresta verkfalli fyrirvaralaust.
Eingöng greidd atkvæði hafa áhrif á úrslit kosninganna. Þrír valkostir eru, Já / Nei / skila auðu. Skila auðu telst sem samþykki.