Sjómannafélag Íslands

Fréttatilkynning frá Sjómannafélagi Íslands, Sjómannasambandi Íslands og VM félagi vélstjóra og málmtæknimanna.

verkfall.pngÍ dag lauk atkvæðagreiðslu um vinnustöðvun hjá Íslenskum sjómönnum. Niðurstöðurnar eru mjög afgerandi. Öll félög sem þátt tóku í atkvæðagreiðslunni samþykktu verkfall með miklum meirihluta greiddra atkvæða.
Hjá Sjómannasambandi Íslands, VM félagi vélstjóra og málmtæknimanna og Sjómannafélagi Íslands er niðurstaðan að um 90% þeirra sem þátt tóku eru meðmæltir verkfallsaðgerðum til að knýja á um nýjan kjarasamning.
Sjómenn eru með þessari niðurstöðu að senda sterk skilaboð um hvað þeir vilja. Þeir eru tilbúnir í átök ef ekki semst fyrir 10. nóvember.

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu