Um atkvæðagreiðslu / verkfall
Til áréttingar um hvað verður eftir að atkvæðagreiðslu líkur 14. des. kl.12.00 skal það tekið fram, verði samningur samþykktur, þá gildir hann til 31. des. 2018. Verði hann felldur þá tekur verkfall þegar í stað gildi, svo framarlega að félögin fresti aðgerðum eins og þeim er heimilt samkvæmt lögum um stéttafélög og vinnudeilur.
Lög um stéttarfélög og vinnudeilur
1938 nr. 80 11. júní
Samninganefnd eða til þess bærum fyrirsvarsmönnum samningsaðila er jafnan heimilt að aflýsa vinnustöðvun. Sömu aðilum er heimilt að fresta boðaðri vinnustöðvun, einu sinni eða oftar, um allt að 28 sólarhringa samtals án samþykkis gagnaðila, enda sé frestunin kynnt honum með minnst þriggja sólarhringa fyrirvara. Þó er jafnan heimilt að fresta boðaðri vinnustöðvun og yfirstandandi vinnustöðvun með samþykki beggja aðila.