Yfirlýsing kjörstjórnar SÍ.

Að gefnu tilefni.

Vegna umfjöllunar í fjölmiðlum í dag um störf kjörstjórnar Sjómannafélags Íslands, skal það tekið fram að kjörstjórn hefur ekki lokið störfum og því liggur ekki fyrir endanleg niðurstaða um lögmæti B-lista.

Þann 5. júní síðastliðinn var fyrirsvarsmönnum B-lista gefinn kostur til mánudagsins 10. júní til að bæta úr annmörkum sem kjörstjórn telur vera á framboðinu, með vísan til laga félagsins.

Auk þess hefur kjörstjórn óskað eftir frekari skýringum og gögnum frá fyrirsvarsmönnum B-lista varðandi framboðið og samsetningu þess.

Kjörstjórn mun hittast næst og funda þriðjudaginn 11. júní og fara yfir framkomin gögn og athugasemdir.

Í framhaldi af því tekur kjörstjórn ákvörðun um lögmæti B-lista og mun byggja þá ákvörðun á lögum félagsins.

Kjörstjórn Sjómannafélags Íslands

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu