Kæru félagar.

Undanfarnar vikur og mánuði hefur mikið verið rætt um fiskverð og önnur mál tengd sjávarútveginum í fréttamiðlum landsins. Okkur hefur verið bent á að sumir félagsmenn hafi áhyggjur af því að við höfum sofnað á verðinum þar sem við erum ekki að taka þátt í þeirri umræðu á netinu.

Mig langar bara að fullvissa ykkur um það að við erum langt frá því að vera sofandi. Við ásamt nokkrum öðrum félögum höfum verið að vinna hörðum höndum í þessum málum, en kjósum að halda okkur fyrir utan netumræðuna þar til þeirri rannsóknarvinnu er lokið.

Ég bið ykkur um að sýna okkur smá þolinmæði þar til við getum upplýst ykkur meira um málið.

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu