Upplýsingar um stöðu í kjaramálum fiskimanna
Haldinn var fundur með SFS að ósk Sjómannafélags Íslands hjá Ríkissáttasemjara fimmtudaginn 14. mars. Þar lýsti félagið sig reiðubúið að skrifa undir sambærilegan samning og önnur félög höfðu samþ. og gefa félagsmönnum SÍ kost á að kjósa um hann. SFS sagði að það þyrfti að bera þetta undir sitt bakland sem þegar er búið að samþ. samninginn við önnur félög. Ákveðið var því að hittast aftur á fundi í dag. 21. mars með það að markmiði að undirrita samninginn og setja hann í atkvæðagreiðslu. Ríkissáttasemjari hafði sambandi í morgun og frestaði fundi að beðni SFS til 4.apríl.