Svar við fyrirspurn sem félaginu barst í dag.

"Varðandi kosningu um sameiningu Sjómannafélags Íslands og Sjómannafélags Hafnarfjarðar óska ég eftir að þið leggið fram hér fyrir alla félagsmenn sem fyrst svör eða greinargerð við neðangreindu.

Fyrir almennan félagsmann tel ég mjög mikilvægt að þessar upplýsingar verði settar hér fram svo hægt sé að mynda sér skoðun á hugsanlegri sameingu áður en kosið verður um hana.

 

Eftirfarandi væri gott að fá svör við svo almennur félagsmaður sé upplýstur svo hann getir tekið afstöðu með eða á móti sameiningu:

 

  1. Hver er tilgangur sameiningar Sjómannafélags Íslands og Sjómannafélags Hafnarfjarðar?

Tilgangur SÍ er að efla félagið.

 

  1. Ef sameining verður samþykkt. 

Hvenær er þá áætlað að sameining verði og verður þá kosið til stjórnar við sameininguna?

Áætluð sameining vonandi í byrjun árs 2020, eða þegar kosningu hjá Sjómannafélagi Hafnarfjarðar lýkur. Nei það er ekki kosið aftur.

 

  1. Ef sameining verður samþykkt. Verður þá til nýtt félag við sameiningu  eða gengur Sjómannafélag Hafnarfjarðar inn í Sjómannafélag Ísland eða öfugt? 

Sjómannafélag Hafnarfjarðar gengur inní Sjómannafélag Íslands.

 

  1. Ef sameining verður samþykkt. 

Ganga þá eignir félaganna inn í sameininguna að jöfnu eða í hlufalli við eignir hvors félags?"

Eignir Sjómannafélags Hafnarfjarðar renna til Sjómannfélags Íslands félagsmenn Sjómannafélags Hafnarfjarðar öðlast full réttindi í SÍ.

 

Kosning þessi lýtur að því hvort félagsmenn Sjómannfélags Hafnarfjarðar hljóti full réttindi í SÍ og hvort Stjórn Sjómannafélags Hafnarfjarðar eigi áheyrnarfulltrúa að stjórnarfundum SÍ.

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu