Ályktanir aðalfundar

Aðalfundur Sjómannafélags Íslands haldinn mánudaginn 15. mars 2021 minnir á fyrri samþykktir aðalfundar félagsins um eflingu flugflota Landhelgisgæslunnar og nauðsyn þess að tvö björgunar-og varðskip séu ávallt við gæslu  200 sjómílna fiskveiðilögsögunnar sem nær yfir 758 þúsund ferkílómtera hafsvæði.  Það er mikið verk að fylgjast með og gæta öryggis sjófarenda, lögum og reglum þar um, á svo víðáttumiklu hafsvæði og í ljósi þeira staðreynda að skip innan lögsögunnar til veiða, vöru og farþegaflutninga fara ört stækkandi.Undanfarin ár hafa 2 varðskip verið í rekstri þó sjaldnast bæði til taks í einu. Manna þarf skipin með tveimur áhöfnum hvort svo að þau sé ávallt í rekstri og tiltæk með lágmarks viðbragðstíma.Yfirstjórn þessara mála verður að hafa vakandi auga með framþróun öryggis og björgunarmála, gæði aldur og getu eigin skipastóls og flugflota.Það er andstætt öryggismálum til sjós og lands að notast við 35 ára gamla þyrlu sem björgunartæki, og rúmlega 900 tonna björgunar- og varðskipskip sem orðið er 46 ára.

 

Aðalfundur Sjómannafélags Íslands, sem haldinn er þann 15. mars 2021, krefst þess að útgerðarfélög hætti að hlutast til um stéttarfélagsaðild sjómanna sinna. Afskipti vinnuveitenda að stéttarfélagsaðild starfsmanna brýtur gegn stjórnarskrárvörðum réttindum launafólks og felur í sér skýrt brot á 4. gr. laga um stéttarfélög og vinnudeilur. Þá skorar sjómannafélagið á sjómenn að kæra öll slík afskipti til stéttarfélaga sinna svo hægt sé að stefna slíkum útgerðarfélögum fyrir dómstóla.

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu