Fréttatilkynning til félagsmanna Sjómannafélags Íslands
Samkomulag náðist við útgerðarmenn í gærkvöld að því tilskyldu að ríkið samþykki og veiti viðurkenningu þess að sjómenn njóti dagpeninga eins og aðrar starfstéttir sem verða fyrir kostnaði sökum fjarveru að heiman vegna vinnu sinnar.
Samningamönnum er með öllu óheimilt að veita upplýsingar um innihald samningsins að svo stöddu og biðjum við félagsmenn að sýna því skilning og þolinmæði. Svo að allur vafi sé tekin af því, þá fer samningurinn í kynningu og atkvæðagreiðslu áður en haldið er til veiða. M.ö.o. verður verkfalli ekki aflýst og kosið svo.
Kv. Bergur