29. desember 2017
Ályktanir aðalfundar Sjómannafélags Íslands sem haldin var 28. desember 2017
Aðalfundur Sjómannafélags Íslands skorar á Sjávarútvegsráðherra að hrinda af stað átaki til þess að fylgjast með vigtun á sjávarafla og bæta regluverk sem um vigtunina gildir. Gera þarf aðgengilegra fyrir sjómenn og samtök þeirra að fylgjast með vigtun sjávarafurða af þeirri einföldu ástæðu að launkjör sjómanna eru byggð á hlutaskiptakerfi.