Bætist í flotann hjá Sjómannafélagi Íslands

Til að standa enn betur við bakið á félagsmönnum hefur stjórn Sjómannafélags Íslands ráðið Þorvald Arnarsson lögfræðing í fullt starf á skrifstofu félagsins.
Þorvaldur var á sjó um árabil og sá um sjávarútvegsvefinn 200 mílur á mbl.is frá haustinu 2016 fram í febrúar síðastliðinn, og er sem áður segir menntaður lögfræðingur.
Þorvaldur bættist í flotann hjá Sjómannafélagi Íslands þann 10. apríl sl. og mun sinna hvers kyns verkefnum fyrir félagsmenn á skrifstofu félagsins í Skipholti 50d.
Sjómannafélag Íslands hvetur alla sjómenn til að hafa það alltaf hugfast að hafa samband við sitt félag strax ef einhverjar spurningar vakna um réttindi manna eða skyldur, og vonast til að viðbótin verði til að efla starf félagsins fyrir hönd allra félagsmanna enn frekar.

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu