Ályktun aðalfundar Sjómannafélags Íslands 2019
Aðalfundur Sjómannafélags Íslands haldinn mánudaginn 30. Desember Samþykkir að krefjast af Alþingi, að lögum um almenna lífeyrissjóði verði breytt þannig að stjórnum lífeyrissjóða verkafólks og sjómanna sitji aðeins fulltrúar þessara starfshópa ekki fulltrúar atvinnurekenda. Það er óeðlilegt að verkafólk og sjómenn skammti fulltrúum atvinnurekenda völd í gegnum lífeyrissjóði, sem sífellt verða sterkari og sterkari. Atvinnurekendur hafa í krafti stjórnarsetur í lífeyrissjóðum umtalsverð völd og áhrif í peningakerfi landsmanna án þess að verða háðir afkomu lífeyrissjóðanna með beinum hætti. Atvinnurekendur sem flestir hverjir semja um margföld eftirlaun sér til handa samanborið við lífeyri sjómanna og verkafólks ættu ekki að koma að stjórnum lífeyrissjóða. Alþingi er hvatt til að gera breytingar á lagaumgjörð almennra lífeyrissjóða með ofangreint í huga.
Flutningsmaður
Jóhann Páll Símonarson