Ályktun aðalfundar Sjómannafélags Íslands 2019 (1)

Aðalfundur Sjómannafélags Íslands haldinn mánudaginn 30
Desember

Lýsir yfir þungum áhyggjum á stöðu íslenskra farmanna stéttarinnar
og sjómanna á fiskiskipum, þar sem siðblindir spekúlantar eigendur
kaupskipaútgerða og útgerðamanna fiskiskipa skrá skip sín undir
þægindafána eingöngu til að koma sér undan skattatekjum til
íslensku þjóðarinnar. Sem þeir gera í auknum mæli í dag, þrátt fyrir
loforð um aukinn störf sjómanna. Sjómenn eru ekki þriðja flokks
sjómenn,, Þar sem ákveðinn rammi á að gilda, sem fyrirtækjum og
einstaklingar þurfa að fara eftir í þessu samfélagi, svo lengi sem
maður er innan þess ramma. Hlýtur það að teljast til
grundvallarréttindi að fá að lifa og starfa í friði." Það er ljóst að
Íslenskir eigendur kaupaskipaútgerða,útgerðamenn fiskiskipa hafa
stundað þann ljóta sið í auknum mæli að nýta sér neyð fólks frá
þriðja heiminum þar sem atvinnuleysi er mikið, með því ráða til sín
áhafnir í gegnum áhafnar leigur á smánarlaunum. Um leið er grafið
undan kjarasamningum íslenskra sjómanna, sem eru langt undir
íslenskum kjarasamningum, á kaupskipum og fiskiskipum.
Útgerðamönnum ber að sýna siðferðislega ábyrgð í stað þess að leita
uppi smugur í í löggjöfinni. Sjálfum sér til hagsbóta jafnvel þótt það
brjóti í bága við lámarkssamninga Alþjóðasambands flutningar
verkamanna ITF

Flutningsmaður
Jóhann Páll Símonarson.

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu