Sjómannafélag Íslands

Yfirlýsing

Undirrituð félög lýsa yfir áhyggjum sínum á þerri stöðu sem komin er upp vegna kjaradeilu flugvirkja við Landhelgigæslu Íslands og telja að öryggi sjófarenda og landsmanna sé stefnt í hættu við þær aðstæður sem nú eru upp komnar.

Jafnframt lýsa félögin yfir fullum stuðningi við flugvirkja í sinni kjaradeilu og skora á ríkið að ganga frá samningi við þá strax.

Svo það komi skýrt fram þá hafa þær starfstéttir sem eru á skipum Gæslunnar engan verkfallsrétt og er framganga Landhelgisgæslunnar gagnvart þeim stéttum til háborinna skammar, og hefur stofnunin sýnt þeim mikla vanvirðingu með mismunun á kjörum þar sem óskýrir hagsmunir séu hafðir í forgangi í gerð kjarasamninga.

 

Sjómannafélag Íslands

Félag vélstjóra og málmtæknimanna.

Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur.

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu