13

13. febrúar 2023

Sjómannafélag Íslands skrifar undir nýjan kjarasamning

Sjómannafélag Íslands og Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) skrifuðu í dag undir kjarasamning, um kaup og kjör sjómanna á fiskiskipum. Samningaviðræður höfðu staðið yfir um nokkurt skeið og leit ekki út fyrir að samningar myndu takast, þrátt fyrir að Félag skipstjórnarmanna og Sjómannasamband Íslands hefðu snemma fallist á samningstilboð SFS, en VM Félag vélstjóra og málmtæknimanna, Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur og Sjómannafélag Íslands höfðu ekki verið tilbúin að semja við SFS.

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu