Fréttir / Febrúar / 2023
21. febrúar 2023
Kynningafundir á kjarasamningi fiskimanna verða haldnir á skrifstofu félagsins miðvikudaginn 22. feb. kl. 14 fimmtudaginn 23. feb. kl. 14 og föstudaginn 24. feb. kl. 14Fleiri kynningafundir verða auglýstir síðar.
16. febrúar 2023
Hér að neðan er tengill á kosninguna merkt „Greiða atkvæði“.
Þegar smellt er á tengilinn opnast í vafra auðkenningarsíða þar sem félagsmenn auðkenna sig með Íslykilsinnskráningu. Þegar auðkenningu er lokið hefur félagsmaður aðgang að kjörseðli.
15. febrúar 2023
Helstu breytingar í nýsamþykktum kjarasamningi Sjómannafélags Íslands og SFS
-Uppgjör launa – val um skiptaprósentu og mótframlag útgerðar í lífeyrissjóð.
Viðmið við heimsmarkaðsverð á olíu fellur úr gildi.
13. febrúar 2023
Sjómannafélag Íslands og Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) skrifuðu í dag undir kjarasamning, um kaup og kjör sjómanna á fiskiskipum. Samningaviðræður höfðu staðið yfir um nokkurt skeið og leit ekki út fyrir að samningar myndu takast, þrátt fyrir að Félag skipstjórnarmanna og Sjómannasamband Íslands hefðu snemma fallist á samningstilboð SFS, en VM Félag vélstjóra og málmtæknimanna, Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur og Sjómannafélag Íslands höfðu ekki verið tilbúin að semja við SFS.