22. júní 2023
Áskorun á ráðherra
Stjórn Sjómannafélags Íslands harmar illa ígrundaða ákvörðun matvælaráðherra, að stöðva tímabundið veiðar á langreyðum og skorar stjórnin á ráðherrann að draga ákvörðunina tafarlaust til baka. Um sé að ræða fyrirvaralausa ákvörðun þar sem bersýnilega var ekki farið eftir málsmeðferðarreglum stjórnsýsluréttar og því sé ákvörðunin ólögmæt.