Ályktun aðalfundar Sjómannafélags Íslands 2019

Aðalfundur Sjómannafélags Íslands haldin mánudaginn 30 desember 2019.

Vill ítreka og minna á fyrri samþykktir Sjómannafélags Íslands  á aðalfunda samþykktum félagsins um Rio Tinto Alcan í Straumsvík, og Alcan Fjarðaráls á Reyðarfirði sem er stærsta álver á Íslandi eiga það bæði sameiginlegar að fá niðurgreidda raforku langt undir verði sem við íslendingar þurfum að greiða til þjóðfélagsins. Það dugar ekki erlendum auðhringjum að fá niðurgreidda raforku.

Næsta skref

Eru  íslenskir sjómenn á farskipum næstir hjá hentifána bröskurum sem eru ítrekað að finna sér leiðir í lögum til að grafa undan íslenskri farmannastétt. Með því að semja við sjóræningjar útgerðir sem ráða til sín, fátæka sjómenn frá þriðja heiminum um borð á smánarlaunum þar sem veikindaréttur þeirra eru endurtekin brot, trekk í trekk. Þess skal getið að ITF fullrúi á Íslandi hefur farið reglulega um borð í þessi erlendu skip til að kanna réttindi og launagreiðslur þeirra. Komið hefur ítrekað í ljós eftir eftirlitsferðir fulltrúa ITF og beðni fátækra sjómanna hafa laun þeirra, ekki verið greidd sem mánuðum skiptir. Fyrir utan verið neitað um læknishjálp. Í kjölfarið hefur Sjómannafélag Íslands þurft að leggja út fjármagn, til að fátækir sjómenn komist undir læknishendur og til heimferðar. Slík er framkoman við fátæka sjómenn.

Þess er krafist að, erlendir auðhringir sem nýta sér íslenskar orkulindir virði rétt sjómanna til jafns við aðra starfsmenn sem skapa verðmæti á grundvelli náttúruauðlinda þjóðarinnar. Grafi  ekki ítrekað undan íslenskri sjómannastétt“ Sama á við útgerðamenn sem kalla sig íslenska útgerðamenn eru að hefja för í sama forarpytt og þessar sjóræningja útgerðir sem nýta sér eymd fólks með sama hætti og þær erlendu útgerðir nota við ráðningu á erlendu vinnuafli á smánarlaunum. Það hefur komið í ljós að undaförnu í íslenskum fréttum.     

Verði ekki orði við beðni Sjómannafélags Íslands,, Þá er óskað eftir stuðningi Alþingis að stjórnvöld grípi inn í þá ósvífni Álveranna í Straumsvík,Reyðarfirð og Íslenska útgerðamenn með því að skrá skip sín undir þæginda fána.

Flutningsmaður

Jóhann Páll Símonarson.

 

 

 

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu