Fréttir / 2020

24. nóvember 2020

Yfirlýsing

Undirrituð félög lýsa yfir áhyggjum sínum á þerri stöðu sem komin er upp vegna kjaradeilu flugvirkja við Landhelgigæslu Íslands og telja að öryggi sjófarenda og landsmanna sé stefnt í hættu við þær aðstæður sem nú eru upp komnar.

29. október 2020

Mál skipverja á Júlíusi Geirmundssyni ÍS-270 komið í viðeigandi ferli

Stéttarfélög skipverja á Júlíusi Geirmundssyni ÍS 270 hafa sent kröfu til Héraðsdóms Vestfjarða að fram fari sjópróf vegna hópsmits um borð í togaranum og jafnframt sent lögreglustjóranum á Vestfjörðum kæru þar sem útgerð og fyrirsvarsmenn hennar eru kærð til lögreglu vegna mögulegra brota á sjómannalögum, sóttvarnarlögum og almennum hegningarlögum.

26. október 2020

Fréttatilkynning

Stéttarfélög skipverja á Júlíusi Geirmundssyni ÍS 270 funduðu með lögmönnum í morgun um sameiginlegar aðgerðir vegna framgöngu Hraðfrystihússins Gunnvarar hf. og hunsun á tilmælum yfirvalda um viðbrögð við hópsmiti um borð í togaranum.

05. október 2020

Ágæti félagsmaður !

Vegna tilmæla þríeykisins um að fækka ferðum okkar , biðjum við þig að athuga hvort erindi þitt á skrifstofu félagsins sé nauðsynlegt eða hvort afgreiða megi það í gegnum síma eða tölvu .

17. júlí 2020

Opið bréf til samgönguráðherra.

Herra Sigurður Ingi Jóhannsson,   Samrit: Herra Bergþór Ólason, formaður samgöngunefndar Alþingis.   Vestmannaeyjaferjan Herjólfur III mönnuð verkfallsbrjótum sigldi frá Vestmannaeyjahöfn til Landeyjarhafnar á hádegi miðvikudaginn 15. júlí síðastliðinn.

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu