Fréttir / 2020

24. apríl 2020

Umræða um samkomulaga

Til upplýsinga. Samkomulag milli SFS og stéttafélaga sjómanna sem liggur nú fyrir í einhverjum skipum um uppgjör á frystitogurum. Plagg þetta kemur ekki frá félaginu. Tillaga að þessu samkomulagi  var sent á stéttafélögin frá SFS í vikunni og hefur engin ákvörðun um eitt né neitt í þessum málum verið tekin.

16. apríl 2020

Úthlutun orlofshúsa 2020

Þar sem tveggja metra reglan verður enn í gildi þann 4.maí munum við eingöngu taka við pöntunum í gegnum síma , ekki þýðir að koma á skrifstofuna, þar verður læst.  Upphafstími sumarleigu er 15 maí. Símtöl verða afgreidd í þeirri röð sem þau berast .

16. mars 2020

COVID-19

ATH Vegna faraldurs af völdum COVID-19 veirunnar, þá viljum við hjá Sjómannafélagi Íslands biðla til þeirra sem sækja þurfa þjónustu til okkar að nýta sér síma og internetið frekar en að koma á skrifstofuna.

09. janúar 2020

Ályktun aðalfundar Sjómannafélags Íslands 2019 (1)

Aðalfundur Sjómannafélags Íslands haldinn mánudaginn 30 Desember Lýsir yfir þungum áhyggjum á stöðu íslenskra farmanna stéttarinnar og sjómanna á fiskiskipum, þar sem siðblindir spekúlantar eigendur kaupskipaútgerða og útgerðamanna fiskiskipa skrá skip sín undir þægindafána eingöngu til að koma sér undan skattatekjum til íslensku þjóðarinnar.

09. janúar 2020

Ályktun aðalfundar Sjómannafélags Íslands 2019

Aðalfundur Sjómannafélags Íslands haldinn mánudaginn 30. Desember Samþykkir að krefjast af Alþingi, að lögum um almenna lífeyrissjóði verði breytt þannig að stjórnum lífeyrissjóða verkafólks og sjómanna sitji aðeins fulltrúar þessara starfshópa ekki fulltrúar atvinnurekenda.

03. janúar 2020

Ályktun aðalfundar Sjómannafélags Íslands 2019

Aðalfundur Sjómannafélags Íslands haldin mánudaginn 30 desember 2019. Vill ítreka og minna á fyrri samþykktir Sjómannafélags Íslands  á aðalfunda samþykktum félagsins um Rio Tinto Alcan í Straumsvík, og Alcan Fjarðaráls á Reyðarfirði sem er stærsta álver á Íslandi eiga það bæði sameiginlegar að fá niðurgreidda raforku langt undir verði sem við íslendingar þurfum að greiða til þjóðfélagsins.

02. janúar 2020

Sameiginleg ályktun aðalfunda SVG og SÍ

Ályktanir aðalfunda Sjómannafélags Íslands og Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur   Aðalfundir Sjómannafélags Íslands og Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur árið 2019 krefjast þess að fram fari ítarleg rannsókn á verðmyndun makríls á árunum 2012-2018 í framhaldi af athugun Verðlagsstofu skiptaverðs á vigtar- og ráðstöfunarskýrslum útgerða sem reka landvinnslu og bræðslu.

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu