Fréttir / 2016

28. desember 2016

Fundum aflýst

Fyrirhuguðum fundum á austur- og norðurlandi er aflýst þar sem ekki hefur verið hægt að fljúga milli landshluta. Ekki hefur verið ákveðið um framhaldið en fylgist með okkur hér, eða á facebook síðu félagsins.

22. desember 2016

Verkfallsstyrkur

Skv. ákvörðun stjórnar 11. maí sjóðs ( verkfallssjóðs ) verða verkfallsbætur jafnar kauptryggingu háseta. Greitt verður frá og með 2. janúar 2017, og fyrsta greiðsla verður greidd 9. janúar 2017. Umsóknarform verður komið á heimasíðu félagins 28. desember og verður umsókn að hafa borist eigi síðar en 7. janúar.

16. desember 2016

Atkvæðagreiðsla um vinnustöðvun

Atkvæðagreiðsla um vinnustöðvun sem hefjast á kl. 17.00. 16.janúar 2017 á skipum Eimskipafélagsins er hafin. Atkvæðagreiðslunni lýkur kl. 12. 4. janúar 2017.

14. desember 2016

Samningur felldur

Samningur fiskimanna felldur með 86% greiddra atkvæða. Verkfall hefst kl. 20 í kvöld. Miðvikudaginn 14. des.

12. desember 2016

Frestun, ekki frestun

Af gefnu tilefni þá hefur ekki verið tekin ákvörðun um frestun verkfalls. Talning kjörseðla um kjarasamning liggur fyrir uppúr hádegi á miðvikudag. Þegar niðurstaða kosningar liggur fyrir verður tekin ákvörðun um áframhaldið.

23. nóvember 2016

Leiðbeiningar vegna kosningu

1. Farið inn á linkin hér neðar á síðunni eða á www.sjomenn.is 2. Ef þú velur vinstra megin innskráning með Ísland.is 3. Getur valið um að kjósa með rafrænum skilríki í símanum ef þú ert búinn að virkja það.

22. nóvember 2016

Um atkvæðagreiðslu / verkfall

Til áréttingar um hvað verður eftir að atkvæðagreiðslu líkur 14. des. kl.12.00 skal það tekið fram, verði samningur samþykktur, þá gildir hann til 31. des. 2018. Verði hann felldur þá tekur verkfall þegar í stað gildi, svo framarlega að félögin fresti aðgerðum eins og þeim er heimilt samkvæmt lögum um stéttafélög og vinnudeilur.

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu