Fréttir / 2016
15. nóvember 2016
Kjarasamningur milli Sjómannafélags Íslands og SFS hefur verið undirritaður. Verkfalli hefur því verið frestað á meðan á atkvæðagreiðslu stendur, henni líkur 14. desember nk. Samningurinn verður kynntur við komu og brottfarir skipa.
27. október 2016
Í dag lauk atkvæðagreiðslu um vinnustöðvun hjá Íslenskum sjómönnum. Niðurstöðurnar eru mjög afgerandi. Öll félög sem þátt tóku í atkvæðagreiðslunni samþykktu verkfall með miklum meirihluta greiddra atkvæða.
27. október 2016
Sjómannaafsláttur:- Útgerðin greiði mánaðarlega laun sem bæta upp skerðingu sjómannaafsláttar skv. skattalögum.Verðmyndun á fiski:- Allur afli, sem landað er ferskum eða seldur er til vinnslu innanlands, verði seldur á uppboðsmörkuðum innanlands eða erlendis eða verð verði tengt við fiskmarkaðsverð eða afurðarverð, þar sem fiskmarkaðsverð er ekki tiltækt, þegar um bein viðskipti skyldra aðila er að ræða.
27. október 2016
Enn er töluverður fjöldi manna sem ekki geta kosið .Verið er að vinna í þeim málum og vonumst við til að þessi vandi verði úr sögunni í síðasta lagi um hádegi á morgun 21/9.Við viljum minna menn á að kosningunni lýkur ekki fyrr en kl.
27. október 2016
Einhverjir vankantar eru á því að allir geti skráð sig inn á Auðkenningarvef Advania Þeir sem lenda í vandræðum með skráningu setji sig í samband við bergur@sjomenn.
27. október 2016
Allir atkvæðisbærir félagsmenn í Sjómannafélagi Íslands fá sent bréf um framvindu samningaviðræðnanna við SFS auk leyniorðs sem nota má við atkvæðagreiðsluna.
Félagsmaðurinn fer inn á linkinn í fréttinni hér fyrir neðan.
27. október 2016
Sjómenn á fiskiskipum, vinsamlegast fylgist með facebooksíðu félagsins eftir helgi. Þá verða sendar út leiðbeiningar um kosningu um vinnustöðvun á fiskiskipum ásamt kröfugerð. Athygli er vakin á mikilvægi samstöðu sjómanna í baráttunni.
27. október 2016
Háseta vantar á hafrannsóknarskipið Árna Friðriksson. Skipið leggur úr höfn laugardaginn 10. september kl. 10. Áhugasamir hafi samband á skrifstofu félagsins í síma 551 1915 milli kl. 9.00 og 16.
27. október 2016
Vegna fyrirliggjandi kjarasamnings milli SFS. félags útgerðarmanna og ýmissa félaga. Áréttar stjórn Sjómannafélags Íslands að efni samningsins er á þann veg að stjórnin sér ekki ástæðu til að undirrita samninginn og kemur samningurinn því ekki til atkvæðagreiðslu.
27. október 2016
Félagsmenn athugið. Vegna uppfærslu Símans á kerfinu hjá sér, þá styður það ekki heimsíðu okkar. Ekki er hægt að setja fréttir á heimasíðuna og ekki sést dagatal orlofshúsa. Til að fá upplýsingar um laus orlofshús verður að hringja á skrifstofu félagins.