Fréttir

22. desember 2021

Aðalfundi frestað

Aðalfundi Sjómannafélags Íslands sem halda átti þann 28.desember n.k. verður frestað um óákveðinn tíma . Í ljósi síðustu frétta um samkomutakmarkanir er frestun fundarins óhjákvæmileg. Nýr fundartími verður auglýstur við fyrsta tækifæri.

18. desember 2021

Aðalfundur

Aðalfundur Sjómannafélags Íslands verður haldinn þriðjudaginn 28. desember kl. 17.

07. apríl 2021

Sumarúthlutun orlofshúsa

Sumarúthlutun orlofshúsa hefst mánudaginn 3.maí kl. 09:00 . Aðeins er tekið við pöntun í gegnum síma:551-1915 eða á skrifstofu félagsins ,pantanir í gegnum tölvupóst verða ekki afgreiddar fyrr en eftir kl.

16. mars 2021

Ályktanir aðalfundar

Aðalfundur Sjómannafélags Íslands haldinn mánudaginn 15. mars 2021 minnir á fyrri samþykktir aðalfundar félagsins um eflingu flugflota Landhelgisgæslunnar og nauðsyn þess að tvö björgunar-og varðskip séu ávallt við gæslu  200 sjómílna fiskveiðilögsögunnar sem nær yfir 758 þúsund ferkílómtera hafsvæði.

05. mars 2021

Aðalfundur

Aðalfundur Sjómannafélags Íslands verður haldinn mánudaginn 15. mars kl. 16.00 í félagsheimili Knattspyrnufélags Þróttar Engjavegi 7 í Laugardal.

24. nóvember 2020

Yfirlýsing

Undirrituð félög lýsa yfir áhyggjum sínum á þerri stöðu sem komin er upp vegna kjaradeilu flugvirkja við Landhelgigæslu Íslands og telja að öryggi sjófarenda og landsmanna sé stefnt í hættu við þær aðstæður sem nú eru upp komnar.

29. október 2020

Mál skipverja á Júlíusi Geirmundssyni ÍS-270 komið í viðeigandi ferli

Stéttarfélög skipverja á Júlíusi Geirmundssyni ÍS 270 hafa sent kröfu til Héraðsdóms Vestfjarða að fram fari sjópróf vegna hópsmits um borð í togaranum og jafnframt sent lögreglustjóranum á Vestfjörðum kæru þar sem útgerð og fyrirsvarsmenn hennar eru kærð til lögreglu vegna mögulegra brota á sjómannalögum, sóttvarnarlögum og almennum hegningarlögum.

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu