Fréttir
12. desember 2019
Aðalfundur Sjómannafélags Íslands verður haldinn mánudaginn 30. desember kl. 16.00 í félagsheimili Knattspyrnufélags Þróttar Engjavegi 7 í Laugardal.
Fundarefni:
Hefðbundin aðalfundarstörf
Kosning um sameiningu Sjómannafélags íslands og Sjómannafélags Hafnarfjarðar.
11. desember 2019
Undanfarnar vikur og mánuði hefur mikið verið rætt um fiskverð og önnur mál tengd sjávarútveginum í fréttamiðlum landsins. Okkur hefur verið bent á að sumir félagsmenn hafi áhyggjur af því að við höfum sofnað á verðinum þar sem við erum ekki að taka þátt í þeirri umræðu á netinu.
09. júlí 2019
þriðjudaginn 9. júlí vegna jarðafarar Magnúsar Jónssonar.
13. júní 2019
Fimmtudaginn 13. júní 2019, klukkan 18.00, kom kjörstjórn Sjómannafélags Íslands (SÍ) saman á ný, á skrifstofu félagsins Skipholti 50d, Reykjavík. Mættir voru Jónas Þór Jónasson hrl., formaður, Guðmundur Hallvarðsson og Benóný Harðarson.
07. júní 2019
Að gefnu tilefni.
Vegna umfjöllunar í fjölmiðlum í dag um störf kjörstjórnar Sjómannafélags Íslands, skal það tekið fram að kjörstjórn hefur ekki lokið störfum og því liggur ekki fyrir endanleg niðurstaða um lögmæti B-lista.
16. maí 2019
Knattspyrnumót Sjómannadagsins verður haldið laugardaginn 1. júní á gervigrasvellinum í Laugardal, verði næg þátttaka. Þær áhafnir sem hafa áhuga á að taka þátt, skrái sig með því að senda póst á bergur@sjomenn.
16. maí 2019
Vegna kjörs stjórnar, stjórnar matsveinadeildar og trúnaðarmannaráðs. Listar þurfa að hafa borist kjörstjórn fyrir kl. 12 föstudaginn 31. maí 2019. á skrifstofu félagsins Skipholti 50 d.
Listi þarf að innihalda:
Sjö aðalmenn og þrjá varamenn til stjórnar, þrjá aðalmenn og tvo varamenn til stjórnar matsveinadeildar, níu menn í trúnaðarmannaráð og allt að tuttugu og fjórir varamenn.
08. apríl 2019
Sumarúthlutun orlofshúsa hefst fimmtudaginn 2.maí kl. 09:00
Sami háttur verður hafður á og síðustu ár þú/þið annaðhvort mætið á skrifstofu félagsins í Skipholt 50d eða hringið í síma 551-1915. Pöntun í gegnum netpóst verður ekki afgreidd fyrr en kl.
05. apríl 2019
Með dómi Félagsdóms í málinu nr. 12/2018 komst dómurinn að þeirri niðurstöðu að óheimilt væri að gera það að skilyrði kjörgengis í félaginu að greidd hafi verið félagsgjöld til félagsins í a.m.k. þrjú ár.
11. janúar 2019
Mikilvægi hafrannsókna við Ísland ætti að vera öllum ljóst, þar sem sjávarútvegur hefur fram til þessa verið undirstöðuatvinnugrein landsmanna.
Félagið gerir kröfu til stjórnvalda að hlúð sé að hafrannsóknum með myndarskap ,svo að hafrannsóknir okkar séu sá grundvöllur nýtingar sjávarfangs sem best verður á kosið og rannsóknirnar verði hafðar yfir allan vafa.