Fréttir

19. nóvember 2018

Yfirlýsing frá kjörstjórn

Á fundi kjörstjórnar Sjómannafélagsins fyrr í dag var tekið á móti listum stjórnar félagsins A-framboðs, ásamt meðmælendalista, og lista B framboðs til stjórnar í félaginu, ásamt meðmælendalista. Fundi kjörstjórnar var frestað til klukkan 14.00 á morgun þriðjudag til að hægt væri að fara betur yfir þau gögn sem bárust, staðreyna kjörgengi frambjóðenda og kanna lögmæti framboðanna að öðru leyti.

05. nóvember 2018

Tilkynning frá Sjómannafélagi Íslands

Heiðveig María Einarsdóttir hefur að undanförnu gagnrýnt forystu Sjómannafélags Íslands afar harkalega í fjölmiðlum. Hún hefur ítrekað borið fram upplognar sakir á forystu félagsins og skaðað það með vísvitandi og því miður áþreifanlegum hætti.

01. nóvember 2018

Framboðsfrestur

    Framboðsfrestur Vegna kjörs stjórnar, stjórnar matsveinadeildar og trúnaðarmannaráðs. Listar þurfa að hafa borist kjörstjórn fyrir kl. 12.00 mánudaginn 19. nóvember 2018 á skrifstofu félagsins, Skipholti 50d.

17. október 2018

Yfirlýsing stjórnar

  Yfirlýsing stjórnar Sjómannafélags Íslands   Á aðalfundi Sjómannafélags Íslands 28. desember 2017 voru lagðar fram nokkrar tillögur til lagabreytinga sem höfðu verið bornar undir Trúnaðarmannaráð, sem samþykkti að leggja þær fyrir aðalfund.

12. október 2018

Veiðigjald og staða sjávarútvegsins

Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra boðar til tíu funda hringinn í kringum landið til að ræða  nýtt frumvarp til laga um veiðigjald og stöðu sjávarútvegsins almennt.

08. október 2018

Sameining stéttarfélaga sjómanna

Viðræður um sameiningu Sjómannafélags Eyjafjarðar, Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur, Sjómannafélags Íslands, Sjómannafélags Hafnarfjarðar, Sjómannafélagsins Jötuns og mögulega enn fleiri.Unnið hefur verið í þessu máli síðustu mánuði og hafa viðræður þessara félaga skilað þeim árangri að farið er að sjást til lands.

01. júní 2018

Afsláttur hjá 66% Norður

66 % Norður býður auka afslátt Í tilefni Sjómannadagsins ætlar 66% Norður að bjóða félagsmönnum og fjölskyldum þeirra 15% afslátt af almennum fatnaði dagana 1-4.júní . Eftir sem áður er 30% afsláttur af vinnufötum fyrir félagsmenn í Skeifunni og Hafnafirði.

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu