Fréttir

16. apríl 2018

Knattspyrnumót Sjómannadagsins

Knattspyrnumót Sjómannadagsins verður haldið laugardaginn 2. júní á gervigrasvellinum í Laugardal, verði næg þátttaka. Þau skip sem hafa áhuga á að taka þátt. Sendið póst á bergur@sjomenn.

10. apríl 2018

Sumarúthlutun orlofshúsa 2018

Sumarúthlutun orlofshúsa hefst miðvikudaginn 2.maí kl. 09:00 Sami háttur verður hafður á og síðustu ár þú/þið annaðhvort mætið á skrifstofu félagsins í Skipholt 50d eða hringið í síma 551-1915. Pöntun í gegnum netpóst verður ekki afgreidd fyrr en kl.

29. desember 2017

Ályktanir aðalfundar Sjómannafélags Íslands sem haldin var 28. desember 2017

Aðalfundur Sjómannafélags Íslands skorar á Sjávarútvegsráðherra að hrinda af stað átaki til þess að fylgjast með vigtun á sjávarafla og bæta regluverk sem um vigtunina gildir. Gera þarf aðgengilegra fyrir sjómenn og samtök þeirra að fylgjast með vigtun sjávarafurða af þeirri einföldu ástæðu að launkjör sjómanna eru byggð á hlutaskiptakerfi.

19. desember 2017

Aðalfundur

Aðalfundur Sjómannafélags Íslands verður haldinn fimmtudaginn 28. desember kl. 17.00 að Skipholti 50d Fundarefni: Hefðbundin aðalfundarstörf. Lagabreitingar. Önnur mál.   Trúnaðarmannaráð SÍ.

23. október 2017

Lög á kjaradeilu sjómanna

Að gefnu tilefni vegna ummæla Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra þar sem ráðherrann segir viðtali nú um helgina að ekki hafi staðið til að setja lög á kjaradeilu sjómanna í byrjun þessa árs. Áréttum við það sem áður hefur komið fram að samninganefnd sjómanna var hótað lögum að kveldi 18. febrúar á fundi í Sjávarútvegsráðuneytinu lyki samningum ekki innan sólarhrings.

23. október 2017

Nýtt viðmiðunarverð 2.október 2017

Á fundi hagsmunasamtaka sjómanna (SSÍ, FFSÍ, VM) og útvegsmanna (SFS, LS), sem haldinn var 2. október 2017, var ákveðið að breyta viðmiðunarverði skv. kjarasamningum á eftirfarandi hátt: Slægður þorskur hækkar um 10% Óslægður þorskur hækkar um 7,0%Slægð ýsa hækkar um 4,0% Óslægð ýsa helst óbreytt Karfi hækkar um 7,0% Ufsi hækkar um 3,2% Þetta á við afla sem ráðstafað er til eigin vinnslu eða seldur til skyldra aðila.

24. apríl 2017

Sumarúthlutun orlofshúsa 2017

2.maí kl.9:00 verður opnað fyrir úthlutun orlosbústaða. Ekki er tekið á móti pöntunum á e-maili. Hringið í síma 551-1915 eða mætið á skrifstofu félagsins. Húsið opnar kl. 8:00 og verður heitt á könnunni .

11. apríl 2017

Bætist í flotann hjá Sjómannafélagi Íslands

Til að standa enn betur við bakið á félagsmönnum hefur stjórn Sjómannafélags Íslands ráðið Þorvald Arnarsson lögfræðing í fullt starf á skrifstofu félagsins. Þorvaldur var á sjó um árabil og sá um sjávarútvegsvefinn 200 mílur á mbl.

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu