Fréttir

29. desember 2017

Ályktanir aðalfundar Sjómannafélags Íslands sem haldin var 28. desember 2017

Aðalfundur Sjómannafélags Íslands skorar á Sjávarútvegsráðherra að hrinda af stað átaki til þess að fylgjast með vigtun á sjávarafla og bæta regluverk sem um vigtunina gildir. Gera þarf aðgengilegra fyrir sjómenn og samtök þeirra að fylgjast með vigtun sjávarafurða af þeirri einföldu ástæðu að launkjör sjómanna eru byggð á hlutaskiptakerfi.

19. desember 2017

Aðalfundur

Aðalfundur Sjómannafélags Íslands verður haldinn fimmtudaginn 28. desember kl. 17.00 að Skipholti 50d Fundarefni: Hefðbundin aðalfundarstörf. Lagabreitingar. Önnur mál.   Trúnaðarmannaráð SÍ.

23. október 2017

Lög á kjaradeilu sjómanna

Að gefnu tilefni vegna ummæla Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra þar sem ráðherrann segir viðtali nú um helgina að ekki hafi staðið til að setja lög á kjaradeilu sjómanna í byrjun þessa árs. Áréttum við það sem áður hefur komið fram að samninganefnd sjómanna var hótað lögum að kveldi 18. febrúar á fundi í Sjávarútvegsráðuneytinu lyki samningum ekki innan sólarhrings.

23. október 2017

Nýtt viðmiðunarverð 2.október 2017

Á fundi hagsmunasamtaka sjómanna (SSÍ, FFSÍ, VM) og útvegsmanna (SFS, LS), sem haldinn var 2. október 2017, var ákveðið að breyta viðmiðunarverði skv. kjarasamningum á eftirfarandi hátt: Slægður þorskur hækkar um 10% Óslægður þorskur hækkar um 7,0%Slægð ýsa hækkar um 4,0% Óslægð ýsa helst óbreytt Karfi hækkar um 7,0% Ufsi hækkar um 3,2% Þetta á við afla sem ráðstafað er til eigin vinnslu eða seldur til skyldra aðila.

24. apríl 2017

Sumarúthlutun orlofshúsa 2017

2.maí kl.9:00 verður opnað fyrir úthlutun orlosbústaða. Ekki er tekið á móti pöntunum á e-maili. Hringið í síma 551-1915 eða mætið á skrifstofu félagsins. Húsið opnar kl. 8:00 og verður heitt á könnunni .

11. apríl 2017

Bætist í flotann hjá Sjómannafélagi Íslands

Til að standa enn betur við bakið á félagsmönnum hefur stjórn Sjómannafélags Íslands ráðið Þorvald Arnarsson lögfræðing í fullt starf á skrifstofu félagsins. Þorvaldur var á sjó um árabil og sá um sjávarútvegsvefinn 200 mílur á mbl.

20. febrúar 2017

Af gefnu tilefni.

Vegna samskipta sjómanna við sjávarútvegsráðherra og viðtala við Vilhjálm Birgisson formanns VLFA um málið, þar sem sjómönnum var hótað lagasetningu til að stöðva verkfall sjómanna, skal tekið fram að formaður Sjómannafélags Íslands Jónas Garðarsson var á umræddum fundi með sjávarútvegsráðherra.

18. febrúar 2017

Kynningarfundir á Neskaupsstað og Akureyri

Kynningarfundur verður í kvöld 18.febrúar á Neskaupsstað í Hildebrand kl.20:00. kynntur verður kjarasamningur fiskimanna, milli SFS og SSÍ sem undirritaður var s.l. nótt. Fundur verður á Akureyri á morgun 19. febrúar og fundarstaður aulýstur síðar.

18. febrúar 2017

Kjarasamningur kynning

Samningur   milli   Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) og Samtaka atvinnulífsins (SA)   annars vegar   og   hins vegar   Sjómannafélag Íslands (SÍ)     um framlengingu á kjarasamningi aðila með eftirfarandi breytingum:   Hækkun kaupliða Grein 1.03 í kjarasamningi SFS og SÍ þannig vegna breytinga á kauptryggingu og annarra kaupliða:   „Þann 1. febrúar 2017 verður kauptrygging háseta kr.

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu