Fréttir

18. janúar 2017

Félagsfundur

Fundur með fiskimönnum í Sjómannafélagi Íslands verður haldin á Grand Hótel Sigtúni 32 kl. 13:00 á morgun, fimmtudaginn 19. jan. Efni fundarins er kynning á stöðu kjaraviðræðna.   Fundir á Neskaupstað og Akureyri verða auglýstir á morgun.

10. janúar 2017

Verkfallsstyrkur

Verkfallsstyrkur hefur verið greiddur út. Þeir sem höfðu sótt um og fengu ekki lagt inn á uppgefinn reikning eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband í síma 551-1915 um eðlilegar skýringar er sjálfsagt að ræða.

05. janúar 2017

Verkfall fiskimanna

Fundur SFS og Sjómannafélagana með Ríkissáttasemjara var árangurslaus og næsti fundur boðaður næstkomandi mánudag.

28. desember 2016

Fundum aflýst

Fyrirhuguðum fundum á austur- og norðurlandi er aflýst þar sem ekki hefur verið hægt að fljúga milli landshluta. Ekki hefur verið ákveðið um framhaldið en fylgist með okkur hér, eða á facebook síðu félagsins.

22. desember 2016

Verkfallsstyrkur

Skv. ákvörðun stjórnar 11. maí sjóðs ( verkfallssjóðs ) verða verkfallsbætur jafnar kauptryggingu háseta. Greitt verður frá og með 2. janúar 2017, og fyrsta greiðsla verður greidd 9. janúar 2017. Umsóknarform verður komið á heimasíðu félagins 28. desember og verður umsókn að hafa borist eigi síðar en 7. janúar.

16. desember 2016

Atkvæðagreiðsla um vinnustöðvun

Atkvæðagreiðsla um vinnustöðvun sem hefjast á kl. 17.00. 16.janúar 2017 á skipum Eimskipafélagsins er hafin. Atkvæðagreiðslunni lýkur kl. 12. 4. janúar 2017.

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu