Fréttir
27. október 2016
Sjómenn á fiskiskipum, vinsamlegast fylgist með facebooksíðu félagsins eftir helgi. Þá verða sendar út leiðbeiningar um kosningu um vinnustöðvun á fiskiskipum ásamt kröfugerð. Athygli er vakin á mikilvægi samstöðu sjómanna í baráttunni.
27. október 2016
Háseta vantar á hafrannsóknarskipið Árna Friðriksson. Skipið leggur úr höfn laugardaginn 10. september kl. 10. Áhugasamir hafi samband á skrifstofu félagsins í síma 551 1915 milli kl. 9.00 og 16.
27. október 2016
Vegna fyrirliggjandi kjarasamnings milli SFS. félags útgerðarmanna og ýmissa félaga. Áréttar stjórn Sjómannafélags Íslands að efni samningsins er á þann veg að stjórnin sér ekki ástæðu til að undirrita samninginn og kemur samningurinn því ekki til atkvæðagreiðslu.
27. október 2016
Félagsmenn athugið. Vegna uppfærslu Símans á kerfinu hjá sér, þá styður það ekki heimsíðu okkar. Ekki er hægt að setja fréttir á heimasíðuna og ekki sést dagatal orlofshúsa. Til að fá upplýsingar um laus orlofshús verður að hringja á skrifstofu félagins.
27. október 2016
Félagið hefur frestað verkfalli á skipum Samskipa sem hefjast á 27. maí, til 10. júní. Verkfallinu var upphaflega áætlað að hefjast 1. maí en var þá frestað til 27. maí. Kjaraviðræður eru í fullum gangi og vonumst við til að sjá fyrir endann á þeim á næstu dögum.
27. október 2016
Í tilefni 100 ára afmælis félagsins var gefin út bók er fjallar um sögu félagsins og sjómanna í bland við þjóðfélagsbreytingar síðustu 100 ára.
27. október 2016
Nú er verið að klára að byggja nýtt gestahús sem á að koma við Snæfokkstaði og er reiknað með að vinna við setja það niður við Sæfoksstaði hefjist strax eftir Páska og verði lokið um miðjan maí. Sólpallurinn verður einnig endurnýjaður og heiti potturinn færður á hentugri stað.
27. október 2016
Ágætu félagsmenn. Sumarúthlutun orlofshúsa hefst kl. 9:00 mánudaginn 2. maí. Tímabil sumarleigu er frá 13. maí til 09. september 2015Félagsmaður (eða aðstandandi) þarf að hringja 551-1915 eða mæta á skrifstofuna ,Skipholti 50.d.
27. október 2016
Sjómannafélag Íslands hefur boðað verkfall um borð í skipum Samskipa frá 1. maí næstkomandi kl. 16. Yfir 90% félagsmanna Sjómannafélagsins hjá Samskipum tóku þátt í atkvæðagreiðslu um verkfall og samþykktu einróma.
27. október 2016
Við viljum minna á að sumarúthlutun orlofshúsa hefst á mánudaginn 2 maí á slaginu kl.